Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs, fundargerð 19.nóv.2013

Málsnúmer 201311102

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Í upphafi umræðu undir þessum lið lagði Gunnar Jónsson fram álit lögmanns varðandi hæfi hans til að taka þátt í umræðum og afgreiðslu þessa máls og annarra sem tengjast reiðhöllinni á Iðavöllum. Kom fram hjá Gunnari að þetta væri gert í ljósi óformlegra athugasemda sem borist hefðu honum.
Fór hann fram á að fundurinn tæki afstöðu til hæfis hans til að taka þátt í afgreiðslu málsins.

Tillaga um vanhæfi var tekin til afgreiðslu og hún felld með öllum greiddum atkvæðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna starfshóp um framtíðarfyrirkomulag rekstrar reiðhallarinnar. Bæjarráð tilnefni þrjá fulltrúa og þar af verði einn fulltrúi ferðaþjónustuaðila, einn fulltrúi hestamanna og einn úr hópi bæjarfulltrúa. Þeim til viðbótar verði einn fulltrúi skipaður af menningar- og íþróttanefnd og einn fulltrúi skipaður af atvinnumálanefnd. Starfsmaður nefndarinnar verði atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi.

Gengið verði frá endanlegri skipun starfshópsins á næsta fundi bæjarráðs en gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum fyrir lok janúar 2014.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa fimm manna starfshóp um framtíðarfyrirkomulag rekstrar reiðhallarinnar. Bæjarráð tilnefni þrjá fulltrúa og þar af verði einn fulltrúi ferðaþjónustuaðila, einn fulltrúi hestamanna og einn úr hópi bæjarfulltrúa. Þeim til viðbótar verði einn fulltrúi skipaður af menningar- og íþróttanefnd og einn fulltrúi skipaður af atvinnumálanefnd. Starfsmaður nefndarinnar verði atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi.

Gengið verði frá endanlegri skipun starfshópsins á næsta fundi bæjarráðs en gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum fyrir lok janúar 2014.

Samþykkt með 5 atkv. en 4 sátu hjá (ÁÓ. RRI, K.L. og P.S.)