Ályktun stjórnar Hestamannafélagsins Freyfaxa

Málsnúmer 201306117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lögð fram ályktun stjórnar hestamannafélagsins Freyfaxa dagsett 26.06, þar sem m.a. er óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum um málefni reiðhallarinnar á Iðavöllum.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að boða til fundar með stjórnum Freyfaxa og reiðhallarinnar með bæjarráði til að fara yfir málin.