Árshátíð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201306116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Bæjarráð stefnir að því að haldin verði árshátíð starfsmanna á komandi hausti, eða fyrir miðjan nóvember. Bæjarráð mælir með að skipuð verði fimm manna árshátíðanefnd starfsmanna, með svipuðu sniði og var gert við síðustu árshátíðir. Starfsmannastjóra falið að kalla eftir tilnefningum í nefndina.
Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun 2013, þar sem gert verði ráð fyrir framlagi sveitarfélagsins til árshátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.