Jón Arngrímsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Brúarási, gerði grein fyrir starfsemi skólans á skólaárinu 2012-2013. Fjölmargir viðburðir voru árinu, m.a. fóru nemendur með tónlistaratriði sem skemmtiatriði í Legokeppnina og lentu þar í öðru sæti í samkeppni um skemmtiatriði. Öll tónlist í árshátíðarverki skólans voru frumsamin í ár. Vinsælustu hljóðfærin á skólaárinu voru trommur og bassi. Alls voru 27 nemendur innritaðir við skólann á árinu og heldur lítur út fyrir fjölgun á næsta skólaári. 4 kennarar með skólastjóra komu að kennslu við skólann á skólaárinu í um það bil 1,7 stöðugildum.