Tónlistarskólinn á Egilsstöðum/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

Málsnúmer 201305144

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 27.05.2013

Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, gerði grein fyrir starfsemi skólans á skólaárinu 2012-2013 sem er fyrsta starfsár skólans í húsnæði Egilsstaðaskóla. 118 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur, þar af 18 í deildinni á Hallormsstað. 7 kennarar auk skólastjóra sáu um kennslu við skólann í vetur í 5,87 stöðugildum. 2 nemendur frá skólanum náðu með atriði sitt á lokakeppni Nótunnar í Hörpu og þar fengu viðkomandi nemendur verðlaun í sínum flokki. 12 nemendur luku áfangaprófum við skólann í vor, þar af lauk einn nemandi framhaldsnámi í hljóðfæraleik.
Ráðinn hefur verið tréblásturskennari frá næsta skólaári. Aðrar breytingar eru fyrst og fremst innbyrðis breytingar á stöðugildum núverandi kennara við skólann. Miðað við umsóknir má búast við að nemendum fjölgi heldur á næstu skólaári.