Kosning í nefndir og ráð.

Málsnúmer 201208105

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Þorbjörn Rúnarsson fulltrúi L-lista í fræðslunefnd hefur óskað eftir því að víkja úr fræðslunefnd vegna fyrirhugaðra flutninga úr sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Ragnhildur Rós Indriðadóttir verði aðalmaður í fræslunefnd frá deginum í dag í stað Þorbjarnar Rúnarssonar. Bæjarstjórn þakkar Þorbirni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sigrún Blöndal hefur óskað eftir því að fá að víkja sem varafulltrúi L-lista í byggingarnefnd um hjúkrunarheimili á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Þorkell Sigurbjörnsson verði frá deginum í dag varafulltrúi L-lista í byggingarnefnd hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum í stað Sigrúnar Blöndal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.