Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201105263

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Þorbjörn Rúnarsson, L-lista, sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Ragnhildar Rósar Indriðadóttur og Ragnhildi Rós Indriðadóttur, L-lista, sem varamann í atvinnumálanefnd í stað Sigrúnar Blöndal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Fyrir liggur beiðni frá Kötlu Steinsson um lausn frá störfum í bæjarstjórn, byggingarnefnd hjúkrunarheimilis og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, vegna brottflutnings af svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar Kötlu vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Bæjarstjórn samþykkir að Karl Lauritzson taki sæti Kötlu sem aðalmaður D-lista í bæjarstjórn, í byggingarnefnd hjúkrunarheimilis og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Varamaður hans verður Anna Alexandersdóttir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Karl Lauritzson láti af störfum í fræðslunefnd og Maríanna Jóhannsdóttir verði þá aðalmaður D-lista í fræðslunefnd og Anna Alexandersdóttir verði hennar varamaður.
Einnig að Karl hætti sem fulltrúi í skólanefnd Hallormsstaðaskóla og að Ragnhildur Rós Indriðadóttir taki sæti hans þar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.