Atvinnu- og menningarnefnd - 93

Málsnúmer 1910001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 302. fundur - 16.10.2019

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 4.2. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 4.2 og Sigurður Gunnarsson, sem ræddi lið 4.2.

Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fund atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti Ragnhildur Ásvaldsdóttir, nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem kynnti sig og hugmyndir sínar um starf miðstöðvarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og býður Ragnhildi velkomna til starfa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá greinargerð frá Halldóri Warén um Ormsteiti 2019 og hugleiðingar um Ormsteiti 2020. Einnig mætti Halldór Warén á fundinn undir þessum lið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar Halldóri fyrir kynninguna og felur starfsmanni gera drög að samningi við hann um framkvæmd Ormsteitis 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tillögur að breytingum á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.