Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 463

Málsnúmer 1903009F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 20.03.2019

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201901002 Fjármál 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201903001 Ársreikningur 2018
    Bókun fundar Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að beina því til aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella að HEF hefji rekstur gagnaveitu. HEF muni þannig annast framkvæmd ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins samkvæmt því er fram kemur í tilboði Fjarskiptasjóðs til sveitarfélagsins og samþykkt var af hálfu sveitarfélagsins 7. mars sl. Sveitarfélagið mun leggja verkefninu til þá fjármuni er munu koma frá Fjarskiptasjóði, sem og þá sem tilgreindir eru undir framlagi íbúa og sveitarfélags, auk byggðastyrks. HEF mun sjá um fjármögnun þess hlutar er fellur undir framlag annarra sem og það sem út af stendur er önnur framangreind framlög hafa verið innt af hendi. Skal fjármögnun af hálfu HEF eiga sér stað ýmist með eigin fé eða lántökum, byggt á mati stjórnar HEF hverju sinni.
    Fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi HEF fái umboð til að leggja fyrir aðalfund tillögu þessa efnis sem og að veita henni stuðning.

    Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (BB).

    Björg gerði grein fyrir atkvæði sínu.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um. Heimilt er varabæjarfulltrúa að mæta, ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn gerir þá tillögu til aðalfundar HEF að skipan fulltrúa í stjórn fyrirtækisins verði óbreytt.

    Samþykkt með 8 atkvæðum, en 1 greiddi atkvæði á móti (HKH).
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs kom fram beiðni um skipan nýs fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samráðsvettvangi hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar verði fulltrúi sveitarfélagsins í samráðsvettvangnum, líkt og verið hefur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar og er afstaða bæjarstjórnar í þá veru að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar.
    Þá tekur bæjarstjórn undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa landsbyggðarinnar. Þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með 6 atkv. en 3 voru á móti (SIÞ. KS. og BB.)
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.