Atvinnu- og menningarnefnd - 84

Málsnúmer 1903002F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 20.03.2019

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá tölvupóstur frá Jónínu Brynjólfsdóttur, Austurbrú, þar sem fram koma upplýsingar um áform Ferðamálastofu varðandi fjárframlög til upplýsingamiðstöðva.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur brýnt að ríkið leggi fram fjármagn til þess að hægt sé að veita ferðamönnum upplýsingar um land allt í upplýsingamiðstöðvum, m.a. með öryggissjónarmið í huga. Bæjarstjórn vekur jafnframt athygli á því að sveitarfélagið rekur upplýsingamiðstöð, Egilsstaðastofu, og mun halda þeim rekstri áfram að óbreyttu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja gögn frá opnum fundi sem haldinn var 7. mars 2019 um matvælaframleiðslu á Héraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að boða hagsmunaaðila sem fyrst til fundar um matvælaframleiðslu í kjölfar opna fundarins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga, dagsett 22. febrúar 2019, frá Benedikt Warén, um verkefni sem miðar að skipulagningu á frístunda- og ræktunarhverfi á Valgerðarstöðum og við Urriðavatn. Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir svæði fyrir afþreyingar- og ræktunarhverfi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt framt til kynningar.
  • Bókun fundar Vísað til afgreiðslu bæjarráðs undir lið 3.6.