Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 85
Málsnúmer 1801017F
-
Bókun fundar
Umsókn frá HEF ehf. um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfangi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem lega stofnlagna verði sýnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lágu niðurstöður vegna útboðs á viðhaldi og breytingum á Heimatúni 1. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum, eftir yfirferð eru tilboðin svohljóðandi: Ævarandi ehf. 16.900.000 kr. Og synir ehf. 23.367.300 kr. MVA ehf. 24.500.000 kr. Launafl ehf. 29.175.495 kr. Kostnaðaráætlun var upp á kr.13.586.100
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram gögn vegna úrbóta á húsnæðinu að Kaupvangi 17. Málið var áður á dagskrá á 83. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að farið verði í framkvæmd í samræmi við tillögu 2. Jafnframt er starfsmanni falið að vinna verkið áfram í samræmi við innkaupareglur sveitafélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tilkynning varðandi skógræktarsamning að Brú 2. Jökuldal. Óskað er álits sveitafélagsins, samkvæmt reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki kröfur um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri skógrækt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð eru fram gögn um laun nemenda vinnuskólans.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að launataxtar nemenda í vinnuskóla verði hlutfall af launaflokki 116 hjá FOSA sem hér segir: 13 ára 35% 14 ára 40% 15 ára 50% 16 ára 60%.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur umsókn um lóðina Miðás 47 frá Unnari Elíssyni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn lóðaúthlutunina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Erindi frá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Skriðdals- og Breiðdalsvíkurveg, Skriðuvatn- Axarvegur, á um 6 km löngum kafla.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar löngu tímabærum samgöngubótum í Skriðdal sem munu koma sér vel fyrir allt Austurland. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út, þegar fyrir liggur samþykki landeiganda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk fyrir Davíðsstaði. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulagsráðgjafi geri breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Að þeim breytingum loknum samþykkir bæjarstjórn tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Erindi frá ábúendum á Hallbjarnastöðum, Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur, varðandi veglögn að fyrirhugaðri nýbyggingu á Hallbjarnarstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við áformin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
.15
201702095
Rafbílavæðing
Bókun fundar
Fyrir liggja tilboð frá Hlöðu og Ísorku um uppsetningu á hleðslustöðvum í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Hlöðu í samræmi við tilboð frá janúar 2018. Lagt er til að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær við tjaldsvæðið við Kaupvang.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
-
Bókun fundar
Lögð er fram umsókn frá Guðmundi Karli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti jarðarinnar Laufás í Hjaltastaðaþinghá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn um landskiptin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu en 1 var fjarverandi (G.J.)
Fundargerðin lögð fram.