Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 83

Málsnúmer 1801002F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 17.01.2018

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 5.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.11 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram tillögu. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.11. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 5.11. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.11, svaraði fyrirspurn og útskýrði tillöguflutning sinn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram tillögu.
Stefán Bogi Sveinsson dró tillögu sína til baka.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Landgræðslu Ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Bændur græða landið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um 186.000 kr. sem verður tekið af liðnum 13290

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fimleikahúss. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 4. janúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits þar sem gert verður ráð fyrir viðbyggingu við Íþróttamiðstöðinna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Kristínu Rut Eyjólfsdóttur þar sem óskað er eftir að byggðar verði upp gangstéttir við götuna Hamra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innsent erindi. Bent er á að gatnagerðargjöld sem innheimt hafa verið af úthlutuðum lóðum hafa verið nýtt til uppbyggingar götunnar. Þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til framkvæmdarinnar á þessu ári vísar bæjarstjórn erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Skapist svigrúm í framkvæmdafé á yfirstandandi ári verður horft til verkefnisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.