Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 374
Málsnúmer 1702011F
.1
201701003
Fjármál 2017
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir umsókn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stuðning við unglingalandsmótið sem halda á um Verslunarmannahelgina í sumar og afgreiðslu á henni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá afgreiðslu sem umsóknin fékk, en þar fékk sveitarfélagið 5 milljónir til landsmótshaldsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við UMFÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um þessa afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarstjóri kynnti einnig uppsagnarbréf frá Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að auglýsa starfið sem fyrst.
Guðrúnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitafélagsins og velfarnaðar á nýjum vettvangi þegar hún lætur af störfum hér.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara var lögð fram til kynningar í bæjarráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að samningar hafa náðst. Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna þeirrar hækkunar launaliða, sem þessi samningur kallar á.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu hjá félagsmálanefnd.
-
Bókun fundar
Í vinnslu hjá bæjarráði.
Fundargerðin lögð fram.