Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 223

Málsnúmer 1212014

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Til máls tók: Sigvaldi Ragnarsson sem ræddi lið 13 í fundargerð bæjarráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. með þátttöku í nýjum flokki hlutafjár, B-flokki, með greiðslu hlutafjár að nafnvirði kr. 158.145,-. Samþykkt að veita Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins, sem og að ganga frá skráningu sveitarfélagsins fyrir nýju hlutafé, á hluthafafundi félagsins sem haldinn verður mánudaginn 21. janúar 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.