Yfirlit frétta

Skráningu á Unglingalandsmót lýkur á þriðjudagskvöld

Keppendur eru enn að skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Frestur til að skrá sig, ungmenni og vini á mótið rennur út á miðnætti á þriðjudagskvöld.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Á fundi bæjarstjórnar 5. apríl 2017 var samþykkt að sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verði með sama móti og undanfarin ár. Að þessu sinni verður lokunin frá og með 24. júlí til og með 4. ágúst.
Lesa

Vel heppnaður íbúafundur vegna Unglingalandsmóts 2017

Þriðjudaginn 18. júlí var haldinn íbúafundur í Valaskjálf, til upplýsingar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Lesa

Þjóðvegur 1 í Skriðdal og heilsársvegur um Öxi

Bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs varðandi þjóðveg 1 í Skriðdal og heilsársveg um Öxi.
Lesa

Íbúafundur vegna unglingalandsmóts

Íbúafundur um unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, fer fram í Þingmúla Valaskjálf þriðjudaginn 18. júlí klukkan 18:00. Fundurinn átti upphaflega að vera klukkan 20:00 er er flýtt vegna landsleiks kvenna í knattspyrnu
Lesa

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 21.06.2017 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2. Auglýsingin er í samræmi við 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 21.06.2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraði 2008-2028 vegna áforma um gistiþjónustu í landi Ketilsstaða.
Lesa

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 07.06.2017 breytingu á aðalskipulagi. Auglýsingin er í samræmi við 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að gerð er breyting á landnotkun á landi Stóruvíkur.
Lesa

Listaverk úr trjáviði sett upp á Egilsstöðum

Fljótsdalshérað og Félag skógarbænda á Austurlandi efndu til samkeppni um listaverk úr trjáviði á Skógardeginum mikla sem fram fór í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní. Verkin voru þar til sýnis og gátu gestir Skógardagsins tekið þátt í kosningu um þau verk sem þeim þóttu best.
Lesa

Leikskólar - dagforeldrar

Úthlutun leikskólaplássa á leikskólum Fljótsdalshéraðs vorið 2017 er nú að fullu lokið og öllum foreldrum sem fengu úthlutun hefur verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um upphaf leikskólagöngu barna sinna. Þeir sem ekki hafa fengið svör verða áfram á umsóknarlista.
Lesa