Yfirlit frétta

Þetta vilja börnin sjá!

Hin árlega sýning „Þetta vilja börnin sjá” á verkum íslenskra myndskreyta hefur nú verið opnuð í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Sýningin stendur til 10. október.
Lesa

Þriðja lýðheilsugangan verður á Hrafnafell og í Kvíahelli

Vel hefur verið mætt í lýðheilsugöngurnar tvær sem gengnar hafa verið í sveitarfélaginu í september. Fyrri gangan var gengin í Taglarétt og sú seinni var söguganga um Egilsstaðabæ. Í dag verður svo þriðja og næstsíðasta lýðheilsugangan. Gengið verður á Hrafnafell og farið í Kvíahelli.
Lesa

Sjötugsafmæliskaffi Héraðsbúa

Fljótsdalshérað heldur upp á afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum í ár. Í því tilefni var skráðum íbúum sveitarfélagins sem fæddir eru árið 1947 boðið ásamt mökum í afmæliskaffi á föstudaginn var á Hótel Héraði.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

262. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. september 2017 og hefst hann kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa

Söguganga um Egilsstaðabæ

Vel tókst til þegar gengið var í Taglarétt síðasta miðvikudag, 6. september, en gangan sú var hluti af Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands í september. Á morgun, miðvikudaginn 13. september, verður önnur gangan af fjórum, en þá verður farið í sögugöngum um Egilsstaðabæl.
Lesa

Umgengni í þéttbýlinu

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að óbyggðar lóðir, opin svæði og almenn bifreiðastæði séu notuð sem geymslusvæði m.a. fyrir númerslausa bíla. Þeir íbúar sem hafa komið eigum sínum fyrir utan sinna lóða eru hvattir til að fjarlægja þær sem fyrst,
Lesa

Fyrirkomulag á viðtalstímum bæjarfulltrúa Fljótsdalshéraðs næsta vetur

Í bæjarráði hefur verið fjallað um aðgengi íbúa sveitarfélagsins að kjörnum fulltrúum. Ákveðið var að breyta fyrirkomulagi á auglýstum viðtalstímum næsta vetur frá því sem verið hefur og samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi hugmyndir þar um nýlega. Einhverjar útfærslubreytingar kunna þó að verða gerðar, gerist þess þörf.
Lesa

Nýir deildarstjórar teknir til starfa

Tveir deildarstjórar hófu nýlega störf hjá Fljótsdalshéraði. Það eru Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri.
Lesa

Fyrsta lýðheilsugangan sló í gegn

Fjölmennt var í fjölskyldugöngu í gær, miðvikudaginn 6. september, sem gengin var á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Var gengið í Taglarétt og mættu í kringum 30 manns í gönguna, sem hlýtur að vera heimsmet miðað við höfðatölu.
Lesa

Uppfærsla á tölvukerfi takamarkar upplýsingagjöf

Uppfærsla á tölvukerfi hjá bæjaskrifstofum Fljótsdalshéraðs veldur því m.a. að fjármálasviðið getur veitt takmarkaðar upplýsingar til íbúa út þessa viku.
Lesa