Yfirlit frétta

Sembalhátíð í Vallanesi

Sembalhátíð í Vallanesi verður að þessu sinni haldin í Vallneskirkju dagana 3. og 5. nóvember. Föstudaginn 3. nóvember klukkan 18 verða haldnir nemendatónleikar þar sem þátttakendur verða nemendur af Héraði og frá Fáskrúðsfirði en á sunnudag klukkan 15 eru stórir „kaffitónleikar“ hátíðarinnar.
Lesa

Símalausir dagar í Fellaskóla

Dagarnir 31. október til 3. nóvember 2017 eru símalausir dagar í Fellaskóla. Hugmyndin er að kanna kosti og galla símanotkunar í skólastarfinu, svo ákvörðun um fyrirkomulag símamála verði eins markviss og hægt er þegar þar að kemur.
Lesa

Jól í skókassa - skil á laugardag

Íbúar á Austurlandi hafa ekki látið sitt eftir liggja í verkefninu Jól í skókassa undanfarin ár. Vonandi verður sama sagan nú en móttaka á kössum verður í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4 laugardaginn 4. nóvember næstkomandi frá kl. 11:30-14:00.
Lesa

Fjárhagsáætlun rædd í bæjarstjórn

Tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2019-2021 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 1. nóvember 2017
Lesa

Dagar myrkurs á Austurlandi

Dagar myrkurs eru haldnir um allt Austurlands í þessari viku með margs konar viðburðum. Á Fljótsdalshéraði er ýmislegt um að vera þessa dagana. Má þar nefna að í Fellaskóla verða símalausir dagar hjá nemendum og starfsfólki
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

264. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 1. nóvember 2017 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Egilsstaðaskóli og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs í samstarfi

Sú hefð hefur skapast í Egilsstaðaskóla að nemendur 7.bekkjar gera grindverk sem nýtt eru til að skreyta leiðina úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Í ár þurfit að endurvinna fyrsta grindverkið og er þema ársins flóra Íslands.
Lesa

Samband austfirskra kvenna 90 ára

Samband austfirskra kvenna, SAK, var stofnað 16. júlí 1927 og fagnar því 90 ára afmæli á þessu ári. Þessara tímamóta var minnst á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í Hjaltalundi í Hjaltastaðaþinghá, laugardaginn 21. október.
Lesa

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við Alþingiskosningar þann 28. október 2017. Við Alþingiskosningar þann 28. október 2017 verður kjörstaður á Fljótsdalshéraði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 22.00
Lesa

Skoðanakönnun um Austurland

Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hefur verið unnið fyrir opnum tjöldum af Austurbrú með aðkomu ólíkra hagsmunahópa í því skyni að þróa og búa til vörumerkið Austurland. Nú er leitað eftir viðhorfum heimamanna á Austurlandi um Austurland.
Lesa