11.12.2017
kl. 14:11
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Í Austurglugganum var í haust viðtal við Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra á Fljótsdalshéraði. Þar segir hún m.a. frá því að unnið sé að innleiðingu „sænska módelsins“ í þeim sex sveitarfélögum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Innleiðing sænska módelsins er að fyrirmynd sveitarfélaganna Herning og Nyborgar í Danmörku þar sem Júlía vann áður.
Lesa
08.12.2017
kl. 22:12
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Lið Fljótsdalshéraðs er komið í sextán liða úrslit í Útsvari með sigri á liði Rangárþings ytra í kvöld. Lið Fljótsdalshéraðs fékk 66 stig gegn 62 stigum Rangárþings ytra.
Lesa
08.12.2017
kl. 18:03
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Michael Clausen barnalæknir verður með fræðsluerindi fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn, 13. desember. Erindið ber yfirskriftina Börnin okkar – svefn, hreyfing, mataræði og allt hitt sem gefur þeim heilsu og hamingju.
Lesa
05.12.2017
kl. 10:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Að venju munu félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlur og jólaóróa frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á aðventunni. Sala þessara muna er árlegt fjáröflunarverkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fær Soroptimistaklúbbur Austurlands 1000 krónur af andvirði hvers hlutar sem selst hér til stuðnings fötluðum börnum og ungmennum á Austurlandi.
Lesa
04.12.2017
kl. 15:27
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í ársbyrjun að í tilefni 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki. Gjöfin er hluti af markmiði sveitarfélagsins að verða plastpokalaust sveitarfélag.
Lesa
01.12.2017
kl. 15:46
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
266. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 6. desember og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
01.12.2017
kl. 09:54
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Vefur Fljótsdalshéraðs fékk flest stig i sveitarfélaga í útekt á opinberum vefjum. Og lesvélin á vefnum hefur verið uppfærð og nú er hægt að velja hvor það sé kven- og karlrödd sem les textann.
Lesa
30.11.2017
kl. 11:10
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Hin árlega bókavaka Safnahússins verður haldin í dag, fimmtudaginn 30. nóvember, og hefst klukkan 17. Vakan er árlegur viðburður í húsinu og er samstarfsverkefni safnanna þriggja. Hún er haldinn á neðstu hæð – fyrir framan Héraðsskjalsafnið og er auðveldastur aðgangur að neðan, Tjarnarbrautarmeginn.
Lesa
28.11.2017
kl. 15:36
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Nýr bíll fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á Fljótsdalshéraði var tekinn í notkun í dag, 28. nóvember 2017. Nýi bíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter 4x4 með fullkomnum lyftubúnaði og í alla staði vel útbúinn til að sinna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Lesa
27.11.2017
kl. 14:41
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Vegna fréttar í tíufréttum RÚV 21. nóvember síðastliðinn, þar sem fram kom að engin skólphreinsun fari fram í sveitarfélaginu, vill bæjarráð árétta að sú frétt er ekki sannleikanum samkvæmt þar sem skólphreinsun er til staðar fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði og hefur verið um árabil.
Lesa