08.01.2018
kl. 10:18
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar fór fram með hefðbundnu sniði þann 6. janúar með kyndlagöngu og brennu í Lómatjarnargarði. Áætlað er að um 400 manns hafi komið saman. Íþróttamaður ársins hjá Hetti var valin í 30. sinn og starfsmerki Hattar voru veitt.
Lesa
04.01.2018
kl. 15:43
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Á Fljótsdalshéraði búa nú Héraðsbúar af margvíslegum uppruna og frá fjölda þjóðlanda og ætla má að auk þess mannauðs sem með þessum íbúum fæst felist þar einnig mikill menningarauður. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vill gjarnan stofna til verkefna og viðburða þar sem gengið verður í þennan menningarsjóð og leitar nú eftir hugmyndum að verkefnum.
Lesa
04.01.2018
kl. 11:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum laugardaginn 6. janúar. Þar verður íþróttafólki Hattar ársins 2017 veittar viðurkenningar auk þess sem starfsmerki Hattar verða afhent, lúðrasveitin leikur nokkur lög og að lokum sér Björgunarsveitin á Héraði um flugeldasýningu.
Lesa
02.01.2018
kl. 13:38
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ungmennafélagið Þristur heldur 10 vikna útivistarnámskeið fyrir börn og unglinga frá 5 til 15 ára. Námskeiðin hefjast 15. janúar, en námskeiðunum verður skipt í þrjá aldursflokka. Markmið námskeiðsins er að kynna börn og unglinga fyrir þeim mörgu og skemmtilegu möguleikum sem felast í útivist og töfrum náttúrunnar
Lesa
29.12.2017
kl. 11:10
Fréttir
Haddur Áslaugsson
Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað. Það er kominn töluverður snjór í brekkurnar og gott efni í góðan skíðavetur, segir Agnar. Það er opið í dag 30. desember en lokað 31. desember og 1. janúar. Skíðasvæðið verður svo aftur opið 2. janúar milli kl. 17 og 20.
Vetrarkort eru seld á tilboði til áramóta.
Lesa
21.12.2017
kl. 13:27
Fréttir
Haddur Áslaugsson
Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar 22. desember, vegna orlofstöku starfsmanna. Aðra virka daga um hátíðarnar verða skrifstofurnar opnar með hefðbundnum hætti. Margir starfsmenn nýta sér þó þennan tíma til að taka ónýtta orlofsdaga, svo að búast má við skertri þjónustu af þeim sökum.
Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs verður í íþróttahúsinu í Fellabæ miðvikudaginn 27. desember frá klukkan 17 til 19.
Lesa
18.12.2017
kl. 16:01
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarskrifstofa Fljótsdals verður lokuð föstudaginn 22. desember. Opið á hefðbundnum opnunartíma milli jóla og nýjárs.
Lesa
13.12.2017
kl. 15:40
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Áramótabrenna Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Björgunarsveitina á Héraði fer fram á Egilsstaðanesi kl. 16.30 sunnudaginn 31. desember, eins og undanfarin ár.
Lesa
13.12.2017
kl. 12:06
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Tvær tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 verða kynntar á skrifstofu skipulagsfulltrúa mánudaginn 18. desember frá klukkan 10 til 12. Báðar breytingarnar eru kynntar á vinnslustigi, þ.e. mótun tillagnanna er ekki að fullu lokið og óskað er eftir ábendingum um það sem betur má fara.
Lesa
12.12.2017
kl. 09:54
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fundi sínum 6. desember síðastliðin samþykkti bæjarstjórn að jólafrí bæjarstjórnar hefjist eftir fund hennar 6. desember. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 17. janúar.
Lesa