21.02.2018
kl. 17:33
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Sex nemendur Tónlistarskóla Egilsstaða lögðu leið sína til Akureyrar þann 9. febrúar til þess að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland í menningarhúsinu Hofi og þrír þetta taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 4. mars.
Lesa
20.02.2018
kl. 15:57
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Leiksýningin Skuggamynd stúlku verður sýnd fyrir nemendur í 7. – 10. bekk í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum fimmtudaginn 22. febrúar. Sýningin er farandsýning á vegum List fyrir alla. Alls verða þrjár sýningar í Sláturhúsinu fyrir nemendur Brúarásskóla, Egilsstaðaskóla, Fellaskóla og Seyðisfjarðarskóla.
Lesa
17.02.2018
kl. 11:49
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
269. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 21. febrúar og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
15.02.2018
kl. 08:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Laugardaginn 17. febrúar verður opið hús í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Þá verða Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Vegahúsið ungmennahús kynnt gestum og gangandi frá klukkan 14 til 16.
Lesa
14.02.2018
kl. 14:27
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn „Wake me up before you go go“- söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf föstudaginn 16. febrúar næstkomandi
Lesa
14.02.2018
kl. 12:03
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Söngvakeppni Samaust var haldin föstudaginn 9.febrúar í Miklagarði á Vopnafirði. Sigurvegari keppninnar annað árið í röð var Anya Shaddock frá Hellinum á Fáskrúðsfirði. Í 2.sæti var Emelía Anna Óttarsdóttir frá Nýung Fljótsdalshéraði og í 3.sæti var Kasia Rymon Lipinska frá Atóm Neskaupsstað.
Lesa
13.02.2018
kl. 10:54
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að þann 1. mars nk. munu lögregla og félagsþjónusta á Austurlandi taka upp samstillt verklag í starfsemi sinni.
Lesa
12.02.2018
kl. 23:05
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 7. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028. skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa
12.02.2018
kl. 12:17
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur fyrir fjórum námskeiðum fyrir stelpur á aldrinum 10 til 16 ára sem haldin verða á tímabilinu febrúar til október á þessu ári. Fyrsta námskeiðið er Stelpur skjóta, en það er stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára í febrúar.
Lesa
09.02.2018
kl. 16:02
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 22. janúar var samþykkt að styrkja 19 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 15. desember 2017. Alls bárust 28 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð rúmar 10.7 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.150.000. Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs getur sveitarfélagið veitt styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana, til almennrar liststarfsemi eða verkefna.
Lesa