Yfirlit frétta

Kynningarfundur um möguleika á uppsetningu vindorkuvera

Fljótsdalshérað boðar til kynningar- og umræðufundar fimmtudaginn 15. mars um möguleika á virkjun vindorku á Út-Héraði. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Hjaltalundi og hefst klukkan 13:30.
Lesa

Heimildarmynd um Eiðaskóla í undirbúningi

Um helgina lýkur söfnun á Karolina Fund til gerðar heimildarmyndar um Eiðaskóla, sem starfaði frá árinu 1883 til 1989. Heimildavinna og gagnaöflun eru þegar hafin og handritsskrif eru einnig komin af stað.
Lesa

Skoðanakönnun - íbúar hvattir til þátttöku

Á næstu dögum verður borin í hús skoðanakönnun sem hefur það hlutverk að kanna hug íbúa til frekari samvinnu/sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi. Hægt er að skila skoðanakönnuninni á skrifstofu sveitarfélagsins eða póstleggja svarbréfið.
Lesa

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 7. mars 2018 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 21. mars 2018.
Lesa

Maria Anna hlaut verðlaun á Nótunni

Það var mikið um dýrðir í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn en þá fór fram lokahátíð Nótunnar 2018. Þrír nemar frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum komu fram fyrir hönd skólans og Maria Anna Szczelina hlaut þar verðlaun fyrir framúrskarandi flutning í flokki einleiksatriða í grunnnámi.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

270. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 7. mars og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Hjólakraftshelgi fyrir 11 ára og eldri

Hjólakraftur verður með kynningu og æfingabúðir um helgina í samvinnu við U.M.F. Þrist. Þorvaldur Daníelsson kenndur við Hjólakraft kemur til Egilsstaða og verður með æfingabúðir í hjólreiðum helgina 3.-4. mars fyrir krakka 11 ára og eldri.
Lesa

Tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ

Haldnir verða tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 18. Fram koma nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum.
Lesa

Skilaboð frá forvarnafulltrúum – til umhugsunar!

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um rafsígarettur (rafrettur/vape/veip) á síðustu misserum. Augljóst er að skoðanir fólks á þeim eru mismunandi. Einhverjir halda fram algjöru skaðleysi rafrettanna, vökvans og gufunnar sem notendur anda að sér. Á meðan aðrir vísa í rannsóknir sem benda til skaðsemi rafrettunotkunar.
Lesa

List án landsmæra 2018 - Aron Kale

Listamaður List án landamæra árið 2018 er Aron Kale. Þetta kemur fram á Facebooksíðu verkefnisins. List án Landamæra er listahátíð sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins.
Lesa