Yfirlit frétta

Ókeypis frisbígolfnámskeið fyrir alla fjölskylduna

Helgina 19.-20. maí býður Ungmennafélagið Þristur Héraðsbúa, nærsveitunga og alla áhugasama velkomna á frisbígolfnámskeið í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Á námskeiðunum verða kennd undirstöðuatriði, og öll helstu trixin, í frisbígolfi.
Lesa

Fögnum fjölbreytileikanum

Mánudaginn 21. maí , á annan í hvítasunnu, verður Fjölmenningarhátíð haldin í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt - í boði verða vinnustofur, tónlist, alþjóðlegar kvikmyndir, stuttir fyrirlestrar, leikir og matur.
Lesa

Glímt við heimsmet í handstöðu

Í tilefni þess að Fimleikasamband Íslands er 50 ára ætlar fimleikadeild Hattar að taka þátt í því að setja heimsmet í handstöðu. Viðburðurinn fer m.a. fram í Laugardalshöllinni en einnig á Vilhjálmsvelli fimmtudaginn 17. maí.
Lesa

Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 2018

Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar allra framboða á Fljótsdalshéraði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí næstkomandi. Framboðsfundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí klukkan 20:00.
Lesa

Sumarfjör 2018 / Summer activities for children 2018

Nú þegar sumarið nálgast óðfluga er ekki úr vegi að benda á allt það frábæra tómstundastarf sem fer fram á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnar á miðvikudag

275. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. maí 2018 og hefst hann kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs sumarið 2018

Vinnuskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum 2002-2005 eða í 7. til 10. bekk og verður hann starfræktur frá 4. júní til 17. ágúst. Nemendur sem óska eftir vinnu í vinnuskólanum verða að sækja um í gegnum Íbúagáttina og umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2018.
Lesa

Sveitarstjórnarkosningar: 4 listar í boði á Héraði

Fjórir listar verða í boði við sveitarstjórnarkosningar á Fljótsdalshéraði vorið 2018, B listi Framsóknarflokks, D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, L listi Samtaka félagshyggjufólks – Héraðslistinn og M listi Miðflokksins. Kjördagur er 26. maí.
Lesa

Húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað samþykkt

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagi á fundi sínum 2. maí 2018. Áætlunin er unnin af fyrirtækinu Skýr Sýn ehf í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins og hefur fengið staðfestingu Íbúðalánasjóðs.
Lesa

List án landamæra sett á laugardaginn

List án Landamæra á Fljótsdalshéraði verður opnuð með formlegum hætti í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum laugardaginn 5. maí klukkan 17. Margt er á dagskrá hátíðarinnar, eins og undanfarin ár, sem að þessu sinni fer öll fram í Sláturhúsinu. Flutt verður tónlist og opnaðar eru sex sýninga
Lesa