Útsvar: Fljótsdalshérað í 16 liða úrslit

Mynd af keppendum Fljótsdalshéraðs tekin af vef RÚV
Mynd af keppendum Fljótsdalshéraðs tekin af vef RÚV

Lið Fljótsdalshéraðs er komið í sextán liða úrslit í Útsvari með sigri á liði Rangárþings ytra í kvöld. Lið Héraðsmanna fékk 66 stig gegn 62 stigum Rangárþings ytra.  Lið Fljótsdalshéraðs skipuðu Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Ingvar Skúlason og hinn gamalreyndi keppandi Þorsteinn Bergsson sem var kallaður inn í liðið fyrir þremur dögum síðan.

Ef að sú sem þetta skrifar hefur tekið rétt eftir kemur lið Fljótsdalshéraðs til að keppa á móti handhöfum Ómarsbjöllunnar, Fjarðabyggð, í 16 liða úrslitunum.

Lið Rangárþings ytra skipuðu Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson, Fjóla Kristín B Blandon og Sigurjón Bjarni Sigurjónsson.