- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að óbyggðar lóðir, opin svæði og almenn bifreiðastæði séu notuð sem geymslusvæði m.a. fyrir númerslausa bíla.
Þeir íbúar sem hafa komið eigum sínum fyrir utan sinna lóða eru hvattir til að fjarlægja þær sem fyrst, en að öðrum kosti verða þær fjarlægðar að undangenginni aðvörun eins og fram kemur í samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 668/2010.
Höldum umhverfi okkar snyrtilegu svo sveitarfélagið sé okkur öllum til sóma.