Um menntun starfsfólks í leikskólum

Kátir krakkar í leikskóla á Egilsstöðum
Kátir krakkar í leikskóla á Egilsstöðum

Með vísan til umfjöllunar er birtist í Austurfrétt fyrir skömmu þar sem fram kom m.a. að í austfirskum leikskólum væri aðeins 24% starfsfólks faglært samanborið við 33% á landsvísu, 14% ófaglærðir og 53% með önnur réttindi er því hér með komið á framfæri að í leikskólum á Fljótsdalshéraði háttar þessum málum þannig að í Hádegishöfða er hlutfall faglærðra 37%, með aðra háskólamenntun 13% og annað starfsfólk 50%. Í leikskólanum Tjarnarskógi er hlutfall faglærðra 34%, með aðra háskólamenntun 14% og annað starfsfólk 52%.

Það má því segja að ef horft er til viðmiða á landsvísu þá hefur vel tekist til við mönnun leikskólanna á Fljótsdalshéraði og ber að fagna því.

Bæjarstjóri