- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Föstudaginn 3. ágúst tóku Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Hafsteinn Ólason starfsmaður sundlaugarinnar á Egilsstöðum við sérstakri viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu, landssambandi hreyfihamlaðra, sem Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum hlaut fyrir „gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða í tengslum við Ársverkefni 2017, Sundlaugar okkar allra“.
Það var Guðni Sigmundsson, formaður Sjálfsbjargar á Mið-Austurlandi, sem afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Sjálfsbjargar.