- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.
Felur samningurinn, sem er til eins árs til að byrja með, í sér að þeir meðlimir Héraðsþreks sem eiga gildandi árskort og eru orðnir 18 ára gamlir fá aðgang að aðstöðu CrossFit Austur allt að tvisvar sinnum í mánuði, og það sama gildir um meðlimi CrossFit Austur, sem fá þá aðgang að Héraðsþreki og sundlauginni allt að tvisvar í mánuði.
Með aukinni samvinnu CrossFit Austur og Héraðsþreks er stórt skref stigið í áttina að því að sem flestir í samfélaginu geti tileinkað sér heilbrigða og fjölbreyttu hreyfingu við sitt hæfi.