- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenska Gámafélagsins skrifuðu þann 19. júlí undir samning um jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi sem fellur til á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði.
Samningurinn gerir ráð fyrir að allur lífrænn heimilisúrgangur sem safnað er í sveitarfélögunum verði fluttur til jarðgerðar á Reyðarfirði, þar sem lífrænn heimilisúrgangur úr Fjarðabyggð hefur verið jarðgerður um nokkurra mánaða skeið.
Reiknað er með að næsta vor verði til molta, unnin úr austfirskum heimilisúrgangi, sem íbúar geta náð sér í og notað í garða sína.