- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þriðjudaginn 22. maí verður undirritað samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fljótsdalshéraðs um stofnframlag til byggingar menningarhúss á Egilsstöðum. Athöfnin fer fram við Safnahúsið á Egilsstöðum klukkan 17:15.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að stofnframlaginu verði varið til uppbyggingar menningarhúss í Sláturhúsinu sem verði gert að fjölnota menningarhúsi sem rúma skuli m.a. sviðslistir, tónlist, sýningar og vinnustofur. Einnig verði reist ný burst við Safnahúsið, líkt og ráð var fyrir gert í upprunalegum teikningum, sem verði til að bæta aðstöðu fyrir safnkost, sýningar og til fyrirlestrahalds, auk aðstöðu fyrir fræði- og rannsóknarstörf.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur menningar- og safnastarfsemi á Fljótsdalshéraði heldur að þær gegni einnig lykilhlutverki sem slíkar á Austurlandi.