- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Vel var mætt í fjölskyldugöngu upp að Fardagafossi mánudagskvöldið 28. maí, en það var Ungmennafélagið Þristur sem stóð fyrir þeim viðburði.
Í dag, þriðjudag 29. maí, fer Fellaskóli sína árlegu Ekkjufellsgöngu. Gengið er frá Þorgrímshæð, eftir Ekkjufellinu og yfir í Fellaskóla. Áhugasamir um gönguna geta slegist í hópinn og er þeim bent á að hafa samband við Fellaskóla.
Þá ætla Hjólaormar Þristar að bjóða upp á Stelpuhjól. Er um að ræða léttan hjólatúr fyrir stelpur á öllum aldri. Hjólatúrinn endar í versluninni River, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og afslætti í versluninni. Er rétt að hvetja áhugasamar hjólastelpur og konur til að mæta við Íþróttamiðstöðina, en þaðan verður lagt af stað klukkan 20:00.
Á miðvikudaginn 30. maí verður svo Sumargleði leikskólans Tjarnarskógar fyrir nemendur og foreldra skólans. Búast má við miklu fjöri, hoppukastölum og alls konar stuði.
Klukkan 17:00 er opin kynning og hjólaæfing Þristar og Hjólakrafts fyrir 11-18 ára ungmenni. Mætt er á planið við Selskóg, en ekið verður á þjóðvegi á þessari æfingu.
Þá ætlar Borðtennisdeild Ungmennafélagsins Þristar að bjóða upp á kynningu á borðtennis og létta borðtennisæfingu í félagsmiðstöðinni Nýung klukkan 17:30.
Hér er svo hægt að sjá alla viðburði Hreyfiviku 2018.
Verum með og tökum þátt!