- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ungmennum, foreldrum, forráðafólki, kennurum, og öðrum er bent á áhugavert málþing á vegum Háskólans í Reykjavík, en hægt verður að fylgjast með því á vefnum. Málþingið, sem ber yfirskriftina „Fíkn eða frelsi? Sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja,“ verður haldið á miðvikudag, þann 31. janúar og hefst klukkan 12:00.
Á málþinginu verður fjallað um það sem margir telja eitt stærsta vandamál dagsins í dag: hvort börnin okkar séu að verða þrælar tækninnar og/eða hvort foreldrar séu ef til vill of íhaldssamir og skilji ekki þennan nýja heim.
Hægt verður að fylgjast með málþinginu á þessari slóð https://livestream.com/ru/fiknedafrelsi2018 en það hefst klukkan 12:00 og stendur til klukkan 13:30. Hægt er að sjá nánari upplýsingar hér á heimasíðu Háskólans í Reykjavík.
Málstofan er haldin í samstarfi við Rannsóknir og greiningu, Heimili og skóla, SAFT og velferðarsvið Reykjavíkur.