Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 388

Málsnúmer 1706001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 259. fundur - 21.06.2017

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.6 og 1.8.

Fundargerðin lögð fram:
  • .1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Fram kom að um síðustu mánaðarmót var íbúafjöldi sveitarfélagins kominn í 3.505. Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að íbúum skuli áfram fjölga í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráð og fagnar því að bæjarráð Seyðisfjarðar hafi sýnt mikilvægi hugmynda varðandi byggingu menningarhúss á Egilsstöðum skilning og stuðning. Bæjarstjóra jafnframt falið að vinna áfram að framgangi málsins, í samræmi við viljayfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótadalshéraðs dagsetta 16. október 2016 og samþykkt ríkisstjórnar Íslands frá 1999 um byggingu menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að kallað verði eftir upplýsingum frá Landsneti og Rarik um það tjón innan sveitarfélagsins sem varð við rafmagnstruflanir sem urðu 17. maí sl. Bæjarstjóra falið að láta kalla eftir þessum upplýsingum og einnig hvað veldur því að þetta tjón kemur fyrst og fremst fram á Austur og Suðausturlandi, þegar ástæða rafmagnstruflunarinnar er á Suðvesturlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að setja í vinnslu endurskoðun á samþykktum ungmennaráðs og jafnframt að farið verði yfir athugasemdir sem fram koma í bókun ráðsins frá fundin þessa 31. maí sl. Verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnamála falið að vinna málið í samráði við bæjarstjóra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var lagt fram erindi dagsett 7. júní 2017 frá Kristdóri Þór Gunnarssyni fh. akstursíþróttaklúbbsins Start á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýness, laugardaginn 8. júlí 2017 frá kl. 9:00 til c.a. kl. 18:00. Start mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs veitir bæjarstjórn samþykki Fljótsdalshéraðs fyrir torfærukeppninni með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.