Umsókn um sumarvinnu sem flokkstjóri í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs

Safnreitaskil
Safnreitaskil
Aðrar upplýsingar

Reglur vinnuskólans
 1. Öllum nemendum og flokkstjórum vinnuskólans ber að sýna samstarfsfólki sínu og öllum bæjarbúum fyllstu kurteisi og tillitsemi.
 2. Verkstjóri undirbýr og deilir út verkefnum til flokkstjóra og ber ábyrgð á þeim.
 3. Flokkstjóri er verkstjóri yfir þeim verkefnum sem hans flokki eru falin og skulu nemendur fylgja fyrirmælum hans.
 4. Flokkstjóra er ekki heimilt að skilja nemendur, sem hann hefur umsjón með, án eftirlits og ber að vera hjá sínum flokki á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma. Flokkstjórar eiga að sýna gott fordæmi með heilbrigðum lífsstíl og leggja áherslu á vinnusemi, stundvísi og heiðarleika.
 5. Öllum nemendum og flokkstjórum vinnuskólans ber að mæta stundvíslega. Veikindi og önnur forföll á forráðamaður nemanda að tilkynna hið fyrsta til flokkstjóra/verkstjóra.
 6. Öll neysla/notkun orkudrykkja, rafretta/veips, tóbaks og hvers kyns vímuefna er með öllu óheimil á vinnutíma.
 7. Allt búðaráp er bannað á vinnutíma þ.m.t. í kaffitímum.
 8. Notkun farsíma við vinnu er ekki heimil.
 9. Óski nemandi eftir leyfi þarf hann að tilkynna það flokkstjóra/verkstjóra með minnst viku fyrirvara.
 10. Nemendur og flokkstjórar vinnuskólans eiga að ganga vel og þrifalega um þar sem unnið er og fara vel með þau verkfæri sem notuð eru.
 11. Nemendum og flokkstjórum vinnuskólans ber að nota persónuhlífar við störf ef til þess er ætlast. Flokkstjóri hefur í samráði við verkstjóra heimild til að senda nemanda heim úr vinnu og skal flokkstjóri tilkynna forráðamanni ástæðu brottvikningarinnar. Við síendurtekin eða mjög alvarleg brot á reglum vinnuskólans getur verkstjóri vísað nemanda alfarið úr vinnuskólanum.
Safnreitaskil