Tómstunda- og forvarnafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði

Laust er til umsóknar starf tómstunda- og forvarnafulltrúa hjá Fljótsdalshéraði.

Helstu verkefni eru:
• umsjón með ungmennahúsi á Egilsstöðum
• vinna að forvörnum barna og ungmenna á breiðum grunni
• starfa með ungmennaráði
• samstarf og ráðgjöf varðandi starfsemi félagsmiðstöðva og frístundastarf grunnskólanemenda

Hæfnis- og menntunarkröfur:
• háskólamenntun sem nýtist í starfi, tómstunda- og félagsmálafræði æskileg
• reynsla af stjórnun og rekstri
• góð mannleg samskipti, forystu og skipulagshæfileikar
• frumkvæði og hugmyndauðgi
• góð almenn tölvukunnátta

Starfið getur hentað jafnt konum sem körlum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Fosa og LN

Allar frekari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúi í síma 860 2905 eða á netfanginu odinn@egilsstadir.is

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2014.
Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið odinn@egilsstadir.is