- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Laust er til umsóknar starf tómstunda- og forvarnafulltrúa hjá Fljótsdalshéraði.
Helstu verkefni eru:
umsjón með ungmennahúsi á Egilsstöðum
vinna að forvörnum barna og ungmenna á breiðum grunni
starfa með ungmennaráði
samstarf og ráðgjöf varðandi starfsemi félagsmiðstöðva og frístundastarf grunnskólanemenda
Hæfnis- og menntunarkröfur:
háskólamenntun sem nýtist í starfi, tómstunda- og félagsmálafræði æskileg
reynsla af stjórnun og rekstri
góð mannleg samskipti, forystu og skipulagshæfileikar
frumkvæði og hugmyndauðgi
góð almenn tölvukunnátta
Starfið getur hentað jafnt konum sem körlum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Fosa og LN
Allar frekari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúi í síma 860 2905 eða á netfanginu odinn@egilsstadir.is
Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2014.
Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið odinn@egilsstadir.is