Fljótsdalshérað: Styrkir til menningarstarfs

Mynd af vef Pexels.com
Mynd af vef Pexels.com

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 16. desember 2018. Umsækjendur verða að tengjast Fljótsdalshéraði með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram á Fljótsdalshéraði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi á Fljótsdalshéraði. Stefnt er að því að afgreiðsla styrkumsókna muni liggja fyrir fyrir 1. febrúar 2019.

Umsækjendur er hvattir til að kynna sér Reglur um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar má jafnframt sækja umsóknareyðublað.

Umsóknir sendist til:
Fljótsdalshérað - Menningarstyrkir
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
eða á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is