- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, miðvikudaginn 19. nóvember 2014, var fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2016 2018, samþykkt við síðari umræðu.
Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 er rekstarjöfnuður áranna 2013-2015 jákvæður um 72,5 millj. kr. fyrir samstæðu A- og B- hluta.
Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera á bilinu 15 20%.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 verður framlegðarhlutfall A-hluta 16,5% og í samstæðu A og B hluta 22,9%.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur afborgunum og vöxtum af langtímalánum.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 mun veltufé frá rekstri nema 561 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 511 millj. kr. í samstæðu A og B hluta. Í A hluta nemur veltufé frá rekstri um 356millj. kr. en greiðslur vegna skuldbindinga nema um 325 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af skilgreindum tekjum.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 verður skuldaviðmið samstæðu A og B hluta skv. reglugerð 202% og hjá A hluta verður skuldaviðmið 161% í árslok 2015. Skuldahlutfall A-hluta verður 165% og samstæðu A og B hluta um 232% í árslok 2015.
o Árið 2018 verður skuldaviðmið A hluta um 121% og í samstæðu A og B hluta er áætlað að skuldahlutfallið nemi um 159%. Skuldahlutfall A hluta verður 125% og skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 184% í árslok 2018.
Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta mun árið 2019 fara niður fyrir 150% skv. langtímaáætlun. Áætlað er að skuldaviðmið A hluta fari niður fyrir 150% árið 2016.
Framangreind viðmið hafa á undanförnum árum verið tekin alvarlega og hefur verið lögð mikil áhersla á það við vinnu fjárhagsáætlana. Árangur þessara markmiða hefur þegar sýnt sig,því tekist hefur að laga rekstur sveitarfélagsins að breyttum aðstæðum, treysta fjárhag þess og gera það betur í stakk búið til að mæta þörfum íbúanna í framtíðinni.
Í áætlun er gert ráð fyrir að fjölgun íbúa í sveitarfélaginu nemi um 125 manns frá árinu 2014 til ársloka 2018.
Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir 37 millj. kr. rekstarafgangi í samstæðureikningi A- og B hluta sveitarfélagsins. Þar af er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu í A hluta sem nemi 27 millj. kr. A-hluti er hinn eiginlegi sveitarsjóður en það eru Aðalsjóður og Eignasjóður ásamt Atvinnumálasjóði. B-hluti samstæðureiknings eru þau fyrirtæki sem eru að meirihluta eða að fullu í eigu Fljótsdalshéraðs og þjónustutekjur standa alfarið undir rekstarútgjöldum. Þau eru Félagslegar íbúðir, HEF ehf, Brunavarnir á Héraði, Minjasafn Austurlands, Ársalir (Dvalarheimili aldraðra), Fasteignafélag Iðavalla ehf og Hjúkrunarheimili aldraðra.
Áætluð rekstarniðurstaða miðast við 3,4% verðbólgu á árinu 2015. Í útkomuspá fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstarafkomu.
Skýrsluna í heild má lesa hér.